Á síðasta degi ríkisheimsóknar Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, til Noregs var haldið til Trondheim. Þar fór meðal annars fram viðburður undir yfirskriftinni „Norway and Iceland: Pioneers of Innovation in Blue Economy“ með þátttöku viðskiptasendinefndar Íslands. Viðburðurinn var haldinn hjá Sintef, sem er ein af stærstu sjálfstæðu rannsóknarstofnunum Evrópu, í byggingu sem hýsir rannsóknarlaug Sintef. Forseti Íslands og Haakon, krónprins Noregs, voru við setningu viðburðarins ásam Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra.
„Norway and Iceland share a deep and long-standing connection to each other and to the sea. The sea has not only been a source of sustenance for both our countries, but also a foundation for innovation, economic development, and international cooperation,“ sagði Halla Tomasdottir í ávarpi sínu.
Daði Kristófersson, fjármálaráðherra, endurómaði ákall forseta Íslands um samstarf og samvinnu milli þessara vinaþjóða í sínu ávarpi.
Eftir setningu voru tvær hringborðsumræður með þátttöku leiðtoga frá bæði Íslandi og Noregi.
Fyrri umræðurnar voru undir yfirskriftinni „100% Fish – Unlocking Full Marine Resource Utilization.“ Þar var rætt um þau tækifæri sem felast í fullnýtingu sjávarafurða og þá nýsköpun sem hefur átt sér stað bæði á Íslandi og í Noregi í þá veru.
Þátttakendur voru þau:
Arni Sigurdsson, forstjóri JBT Marel
Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis
Kristine Hartmann, forstjóri Salmon Living Lab
Ingunn Marie Holmen, rannsóknarstjóri sjávartæknis hjá SINTEF Ocean
Umræðum stýrði Thor Sigfusson PhD, stofnandi Iceland Ocean Cluster
Seinni umræðurnar voru undir yfirskriftinni „Green Maritime Innovation & Energy Efficiency in the Blue Economy.“ Þar var rætt um þau tækifæri og þær áskoranir sem felast í grænu orkuskiptunum fyrir sjávarútveg og sjávartengda starfsemi.
Þátttakendur voru þau:
Arnstein Eknes, viðskiptastjóri hjá DNV
Jens Thordarson, forstjóri GeoSalmon
Anna Sophia Hüllein, PhD hjá Norwegian University of Science and Technology (NTNU), Department of Marine Technology
Umræðu stýrði Sigridur Thormodsdottir, Stjórnandi Circular Economy Programme hjá Standard Norway
Síðasti liður dagskrárinnar voru kynningar frá þremur frumkvöðlum á spennandi nýsköpunarlausnum í bláa hagkerfinu undir yfirskriftinni „Nordic Innovation Showcase: Blue Economy in Action.“
Fram komu þau.
Sven Kolstø, forstjóri OptoScale
Birgitta Guðrún Schepsky Ásgrímsdóttir, forstjóri Seagrowth
Sveinn Sigurður Jóhannesson, forstjóri GreenFish
Með þessum viðburði lauk þátttöku viðskiptasendinefndar Íslands í ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, til Noregs. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá sterka áherslu á grænu umskiptin og á samvinnu og samtal milli Noregs og Íslands í ferðinni. Við þökkum Business Iceland, Innovation Norway og Embassy of Iceland in Norway, Oslo kærlega fyrir samstarfið.